Tíminn flýgur

Já tíminn geysist áfram og ég á í fullu fangi með að halda í við hannSmile. Heyið er komið heim og nú er aldeilis búið að rigna þannig að liturinn á Höfðanum er farinn að breytast úr gulu yfir í grænt.

Litla Grétan mín er búin að eiga afmæli og orðin 22 ára, eins og það er nú stutt síðan ég leit hana augum fyrst, með stóru kinnarnar sínar og koparhárið. Ég hélt nú reyndar að þetta barn ætlaði aldrei að fæðast því að hún lét bíða dálitið eftir sér, sjálfsagt haft grun um að væri best að njóta þess sem lengst að vera í einrúmi áður en hún kæmi í þessa stóru fjölskyldu sem beið hennar í ofvæni. Pabbi blessaður var í sumarfríi og var hjá Fríðu þar sem ég og bumban biðum þess sem verða vildi. En seinasta daginn hans í fríinu þóknaðist dömunni að koma í heiminn. Elsku kallinn, ég verð ennþá væmin þegar ég hugsa til þess þegar hann kom í heimsókn að kíkja á okkur með risastórann konfektkassa og afhenti mér hann með þeim orðum að hann hefði nú aldrei komið með svona fyrir mömmu í gamla daga. Þarna vorum við Gréta svo í besta yfirlæti í fimm daga. Það var nú litið um heimsóknir því að Róbert var að keyra flutningabíl, Fríða var farin í ferðalag og pabbi búinn með fríið sitt. En endalaus traffík hjá konunni við hliðina á mér. Svo einn heimsóknartímann gægðist yfir til mín maður sem var í heimsókn hjá henni þar sem ég var að leika mér með barnið og brosti vinalega og sagði : Góða kvöldið unga móðir, er þetta fyrsta barnið þitt ? Neibb svaraði ég þetta er það fjórða!!! Þá fór hann bara, sennilega haldið að þetta gæti ekki staðistTounge

En undanfarna daga er ég heldur betur búin að vera að leika mér. Ríða þvers og krus um byggðarlagið eiginlega frá þrettánda Júlí og hafa það mjög fínt. Veðrið sýndi sparihliðina á meðan við vorum á baki og lét svo rigna þegar við vorum komin í áfangastað.Cool 

Áfangarnir voru þessir : Norðurbraut - Gauksmýri, Gaukmýri - Hvoll, þaðan var svo riðið í messu á Breiðabólsstað og svo aftur í Hvol, frá Hvoli fórum við svo aðra leið á Gauksmýri, Gauksmýri- Syðri Vellir svo var hlé í einn dag. Syðri Vellir - Staðarbakki, Staðarbakki- Hvalshöfði, Hvalshöfði- Sólheimar, Sólheimar- Brandagil, Brandagil yfir háls og Vesturárdalinn - Syðri Vellir, og þá var kominn sunnudagur. Hross og menn voru yndisleg og allstaðar þar sem við stoppuðum voru dásemdar móttökur.

Nú er unglistarvikan að bresta á hér í héraði og fjölgar í kotinu. 

Róbert er að keyra túristana og Elsa og Elvar eru í sumarfríi. 

Hænur og hundar hafa það fínt, amk eftir að hænurnar lærðu að láta matinn hans Teits vera.

Þá er ekki meira að segja að sinni´.

Eigiði ljúfar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir

Höfundur

Haddy
Haddy

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband