'oli stef og ég :)

Fátt er nú annað en gott að frétta héðan úr Firðinum fagra . Veðrið leikur við okkur og sprettan er ljómandi. Nú í kvöld sat ég og skemmti mér yfir handboltaleik Ísland Rúmenía. Mér var reyndar lítið skemmt yfir fyrri hálfleiknum en sá seinni var alveg frábær Smile. Að leiknum loknum var snillingurinn Ólafur Stefánsson heiðraður og þakkað fyrir sinn frábæra feril þar sem þetta var hans síðasti landsleikur hvorki meira né minna en sá 330. Óla þekki ég nú ekki nema í gegnum sjónvarpið, en þau skilaboð sem ég  fæ þaðan eða öllu heldur upplifun, segja mér að þarna sé auðvitað fyrir það fyrsta handboltasnillingur, vitur maður og hvers manns hugljúfi, drengur góður og jafnvel jaðri við að vera heilmikill heimspekingur í honum. Mikið var mér því skemmt þegar þessi draumur tók við afreksmerki ÍSÍ. Og ekki bara einhverju afreksmerki, heldur því fyrsta sem afhent er í sögunni.W00t Hann stóð þarna eins og hann er bara, klóraði sér í eyranu og þurrkaði af sér svitann, tók við merkinu stóreygur og opinmynntur og sagði svo þessa snilldarsetningu að líklega yrði hann búinn að týna merkinu eftir viku og að menn skyldu frekar rita nöfn sín í hjörtu mannanna frekar en að meitla þau í marmara.LoL Agalega fannst mér þetta fyndið ég gæti næstum trúað að þá hafi langað til að taka af honum þessa stórmerkilegu viðurkenningu aftur úr því að hann kynni ekki að meta hana betur en þettaLoL

Svo verð ég að láta þetta fljóta með

Óli sagði víst einhvern tímann : Ef að maður deyr í leik, þá deyr maður þó að minnsta kosti lifandi 

Allir segja að hann sé vitur maður

Ég sagði einu sinni um rollu sem hafði drepist að hún hefði verið lifandi bara rétt áður en hún dóCrying

Um það segja nú flestir að ég sé hálfvitiWoundering

Getið þið kannski sagt mér í hverju munurinn liggur???? Það er jú allt held ég lifandi þegar það deyr er það ekki annars??

Eigiði nú yndislega daga

kveðja Hvalshöfðakjellingin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir

Höfundur

Haddy
Haddy

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband