sumar

já það er sko sumar. Fyrrislætti er lokið nema það á eftir að koma rúllunum heim. Júlli þessi elska ætlar að taka það að sér eftir helgi ef við fáum lánaðan vagn þá. Auðvitað er nú ekki allt búið að ganga þrautalaust fyrir sig frekar en fyrri daginn. Því eins og Keli segir ( með rellutón) Já en hún eyðileggur ALLTAF eitthvaðCrying. Um daginn fór olíurör í Massanum, heytætlan fór að banka úr sér tindana af því að fór í henni splitti og sláttuvélin hefur aldrei litið eins illa út því hún er tvisvar búin að brjóta splitti í yfirstönginni á sér en virkar samt svona ljómandi. Kúplingin í Zetor neitaði að virka þegar var pínulítið eftir að slá á Stað. Ég gat nú samt klárað að slá með þvi að drepa á vélinni og setja hann í gírinn og lúsast svo heim. Viðurkenni það að ég blótaði örlítið þann daginnDevil. Bragi bróðir kom í heimsókn þegar hann var á leiðinni norður á Húsavík og gisti. Það var virkilega gaman. Við spjölluðum um heima og geima. Hann kom svo við í fyrradag þessi elska. þegar hann var á heimleið og kíkti á Zetor og komst að  því hvað var að angra gripinn. Það var semsagt dæla í kúplingunni ( kúplingsþræll ) sem var farinn og varahluturinn er kominn í hús en það er eftir að koma honum í. En mikið var ég fegin að það var ekki neitt stórfenglegra en þetta. 'A laugardaginn síðasta þegar ég var búin að slá allt fór ég með nokkrum frískum konum í reiðtúr upp frá Kjörseyri. Við vorum 15 kjellur og það var riðið upp frá Kjörseyri og að eyðibýli sem heitir Kvíslarsel. Þar var stoppað góða stund og hross og konur nærðu sig. Onni hafði fylgt okkur ásamt tengdasyni sínum og þeir stjönuðu við okkur á alla lund. Í selinu sagði hann okkur svo sögur frá liðinni tíð og ábúendum þarna á staðnum. Hann segir svo skemmtilega frá hann Onni og er svo fróður kall. En hann skuldar mér samt vísu eftir daginn Smile og nota bene verður minntur á það reglulega í hvert skipti sem ég kem til með að hitta hann. Eftir stoppið var riðin sama leið til baka og endað á Kjörseyri í heljarinnar grillveislu. Eins og alltaf þar sem konur eru komnar saman var að sjálfsögðu spjallað mikið og hlegið litlu minna. Þetta var alveg frábær dagur. Vængur minn stóð sig vel eins og vant er fyrir utan það að einverra hluta vegna þá eru merar alltaf ehv argar út í hann þó að hann sé ekki að gera neitt nema vera sæturHalo. Þær hvía á hann og bíta í hann og reyna að sparka í hann. Svo þegar við erum á heimleið þá ríður ein konan þétt fyrir aftan okkur og þá gerði piltur sér lítið fyrir og sparkaði í hestinn hennar. Ég skammaðist mín ógurlega og hann sennilega eins mikið og hann gatFrown. Sennilega ekkert semsagt. Ég lánaði Ólöfu vinkonu Sindra. Hún var eins og drottning kjellingin þó svo að hun segðist ekki hafa farið á bak í fimm ár eða ehv.

Á sunnudeginum hellirigndi þannig að það var ekkert átt við hey. Á mánudeginum var svo rifjað og það var svoleiðis brakandi þurrkur að á þriðjudeginum fór ég bara beint í að garða. Það fór nú allur dagurinn í það. Bára og Ella voru staddar á Stað og ég ákvað að kíkja í kaffi til þeirra í hádeginu og var sko ekki svikin af því. Gaman að spjalla við þessar konur. Um kaffileytið var ég svo komin upp að kirkjunni og var að raka með hrífu utan með. Þá kemur Eiríkur gamli út og kallar í mig. Þá var hann búinn að leggja á borð dýrindis bolla, hella á könnuna og baka vöfflur með rjóma. Bára og Ella voru þarna lika og við áttum aftur góða stund. Þetta er sjarminn í sveitinni Cool. Þó svo að maður hitti ekki fólkið í langan tíma þá er einvernvegin allt eins. Gefa sér smá tíma i amstrinu og það skilur helling eftir sig. En mál að linni með sól í sinniCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá nýja bloggið þitt Haddý, þú ert fínn penni :)

Gerða (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 12:51

2 identicon

Takk Gerða mín kæra . Verðið þið ehv á ferðinni í Firðinum fagra á  næstunni?

haddy (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir

Höfundur

Haddy
Haddy

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband