Fyrir þá sem hafa gaman af smá bulli

Hendi hérna inn smá frétt sem ég var beðin að skrifa um hænurnar sem krakkarnir í skólanum unguðu út í vetur, þær lentu í því að verða húsnæðislausar greyin því að það brann ofan af þeim kofinn í vetur.

Smá fréttir af hinu lífsreyndu skólapúddum.

Hænurnar una hag sínum ljómandi vel á Syðri Völlum.

Spóka sig þar um frjálsar og frískar á hlaðinu og búa í gám. Við reiknuðum nú kannski með að þær myndu hætta að verpa eftir brunann því þær voru nýbyrjaðar að verpa þegar hann var. En það var nú aldeilis ekki raunin. Ég held að þær hafi varla misst úr dag.

Reyndar varð að láta Vilhjálm hinn víðförla hverfa af vettvangi yfir í hinar eilífu hænsnalendur, vegna þess að hann var farinn að þjást verulega af hænsfuglaáfallastreituröskun eða einhverju þaðan af lengra og verra. Fyrst var náttúrulega bruninn, svo tók hinn haninn af honum allar hænurnar og loks lenti hann í þeim hörmungum að hlaupa í loftköstum niður alla heimreiðina á Syðri Völlum með hund á eftir sér og á eftir hundinum hljóp ólétt kona. Þessi sýn minnti óneitanlega á æfintýrið um Gullgæsina forðum daga, nema að Vilhjálmi datt ekki í hug að verpa neinum gulleggjum eftir þetta. Hann faldi sig bara í heilan dag og sinnti því engu þó að væri lýst eftir honum á facebook. Í framhaldinu varð hann síðan alveg hræðilega geðvondur og réðst á mann og annan.

En ungi haninn unir hag sínum vel með allar kjellingarnar sínar. Haddý hæna tók upp á því einn daginn að haga sér eitthvað undarlega. Hún fór að hverfa dagpart og hætti að elta Pálma út um allt og heimta af honum mat. Þegar hann fór að gá að henni þá fann hann kjellu þar sem hún var búin að útbúa sér þetta fína hreiður í kjallaranum undir húsinu og búin að verpa í það hvorki meira né minna en fimmtán eggjum. Hún er alveg heillengi að koma sér fyrir á þessu greyið en vonandi tekst þetta hjá henni.

En Haddý hæna á vinkonu. Þegar hænunum er hleypt út á morgnanna þá stendur ein pútan við dyrnar og ávítar Pálma harðlega ef að hann er ekki nógu fljótur að hleypa þeim út. Þegar hún sleppur út fyrir þá tekur hún á sprett, á mjög glæsilegu hænsnahlaupi, beint í kjallarann að heimsækja Haddý hænu vinkonu sína, nú eða að éta frá henni matinn :). Við erum búin að skíra þessa hænu Guðrúnu Ósk.

Svona er lífið hjá púddunum í sveitinni

Með bestu kveðju

Haddý á Hvalshöfða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha.... thu segir svo skemmtilega fra elsku vinkona...knus til thin.

Erna Kolding (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 10:38

2 identicon

Híhí ég fékk þá ágætisvöggugjöf að vera hálfgerð bulludolla. Knús á þig og þína

haddy (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir

Höfundur

Haddy
Haddy

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband