Hrossin mín

það er ýmislegt misgáfulegt sem maður veltir fyrir sér í dagsins önn. En oftar en ekki er það nú til gamans gert. Klárarnir mínir Sindri og Vængur, vinir til margra ára og félagar urðu fyrir því á afmælisdaginn minn að það bættist skvísa í hópinn. Og ó hvað hún var sæt. Þeir urðu að bregða fyrir sig betri fætinum og það sást glampi í auga þar sem þeir gerðu sig til fyrir henni hvor sem betur gat. En í þessum efnum var ekki í boði nema einn sigurvegari. . . . . það var Sindri, háaldraður hesturinn varði merina með kjafti og hófum fyrir félaga sínum sem hékk eftir það úti í horni á gerðinu milli þess sem hann rölti í humátt til þeirra þungum skrefum en uppskar í besta falli enga athygli.Errm  Svo um kvöldið urðu þau að deila hesthúsinu saman og hvað ég hló þegar þau komu út um morguninn. Drottningin kom fyrst út alveg jafn ógurlega sæt og daginn áður, svo birtust lurarnir hálf skömmustulegir hnusuðu hvor í annan og fóru svo að kljást og leika sér. Ekki hægt að láta einhverja skutlu eyðileggja alveg margra ára vinskap.  Núna ríkir sátt hjá þessum félögum þó svo að Sindri sé greinilega alveg bullandi ástfanginn, orðinn unglegur til augnanna og léttur í spori og svo sannarlega til í miklu meira heldur en getan bíður uppá LoL

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir

Höfundur

Haddy
Haddy

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband