Heppin

Það verður sennilega seint um mig sagt að ég sé barnakerling eða barnagæla.

En mikil ósköp hef ég oft gaman af þessum litlu manneskjum og stundum óska ég þess að maður sæi heiminn oftar með augum barnsins og kynni að meta hlutina eftir þeirra mælikvarða.

Barnabarnið er orðinn skólastrákur. Það er sko enginn smá áfangi. Hann var um daginn í einhverjum heimspekilegum pælingum um gamalt fólk.

Afi hans til dæmis ( Róbert ) er víst svo gamall að hann er þakinn skalla LoL. Einhverra hluta vegna reyndi afinn ekki að þessu sinni að segja söguna um það að hann hefði dottið á sundlaugarbakka og fengið ör á hausinn en væri ekki með skalla. Líklega getið sér þess til að enginn myndi trúa því að ör næði yfir svona stórt svæði Crying. Svo sagði Elvar líka mömmu sinni að þegar hann hefði verið hjá pabba sínum um daginn hefði hann heimsótt langömmu sína. Hún væri rosalega gömul og héti Fjóla. Hún gæti samt alveg labbað ennþá þó að henni væri illt í tánni. En hún væri samt svo gömul að kannski einhvern tímann þegar þeir væru að kveðja hana myndi hún segja: Bíddu aðeins. Og svo myndi hún bara deyja Wink 

Greinilega mjög gömul kona.

En um daginn vorum við að gera slátur í vinnunni kjellurnar. Auðvitað verður að viðurkennast að það er ekki mesta tilhlökkunar efni í heimi að stappa í sláturgerð fram eftir kvöldi eftir fullan vinnudag en það er auðvitað bara verk sem þarf að vinna. Klukkan rúmlega fjögur bættust í hópinn tvær konur frá Hvammstanga og önnur þeirra var með stelpuna sína með sér.

Og þessi stelpa, hún var svo heppin. Afhverju? Jú hún var svo heppin af því að hún fékk að hjálpa aðeins til og fékk hanska og svuntu. Svo sagðist hún lika vera svo heppin af því að hún ætti ömmu sem ynni á svona skemmtilegum staðLoL

Já maður man ekki alltaf eftir því hvað er mikil lukka yfir manni.

 Bara það að vakna á morgnanna, hafa heilsu til að stunda vinnu og eiga fjölskyldu og vini og vera svo heppin að geta yfir höfuð notið hversdagsleikans.

Ég ætla að minna mig á að kíkja oftar á daginn með augum barnsins.

Bestu kveðjur Hvalshöfðabóndinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt hjá þér Haddý, maður gleymir því stundum hvað maður er heppinn. Alltaf gaman að kíkja á bloggið þitt.

Gerða (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir

Höfundur

Haddy
Haddy

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband