16.9.2012 | 13:31
Loksins
Úff ég er ekki að standa mig í því að setja hér inn fréttir, hugleiðingar eða almennt bull. En nú verður stiklað á stóru frá því síðast.
Ég er farin að vinna í skólanum aftur og þar er allt að komast í rútínu og börnin/ unglingarnir koma hress og kát úr sumarfríinu þó svo að sum þeirra hafi stækkað óþyrmilega mikið a.m.k í samanburði við litla kjellingartítlu úr ´Hrútafirðinum.
Réttirnar og þeirra undirbúningur er búinn. Við kvenfélagskonurnar vorum með kaffisölu og hlutaveltu í Tungubúð eins og venju. Ég held samt að ég hafi ekki áður fundið eins almenna löngun til að hætta þessu vafstri eins og þetta haustið . Enda ekki skrítið, það er nóg að gera allsstaðar og kaffisalan virðist fara minnkandi og afraksturinn rétt hangir í að reka þetta hús og ekki einu sinni eins og við myndum vilja reka það. Við höfum t.d ekki efni á því að kynda það allt árið. En þetta er liðið og ekki búið að taka neina ákvörðun um breytingar.
Auðvitað áttum við notalega samveru þarna þessar 3 til 4 sem vorum að þrífa og undirbúa tombóluna en það segir kannski svolítið um það að við erum farnar að eldast að þegar við settumst niður á eftir og fengum okkur kaffisopa, þá var megið þemað í reynslusögunum, hverju við höfðum týnt síðast, hversu lengi það var týnt og hvar við fundum það svo aftur . Held samt að það toppi enginn undirritaða að týna sínum eigin gleraugum í sólarhring . Það er nú ekki eins og nokkur noti þau nema ég.
Róbert er auðvitað kominn heim og búinn að moka út úr húsunum og setja niður frárennsli á þakrennurnar en allir aðrir eru fluttir að heiman. Þorsteinn er í skólanum á Króknum, Danni farinn að búa í bænum með kærustunni og Júlli fluttur í bæinn líka. Hann klárar samt smíðanámið ( sem er í fjarnámi) frá króknum þannig að hann á leið hér hjá þriðju hverja helgi. Júlli er að spila með Ásgeiri Trausta ( Pálínu og Einarssyni ) sem var að gefa út sinn fyrsta disk núna 11. sept. þannig að við höfum nú fengið að sjá hann í sjónvarpinu undanfarin kvöld. Annars er hann hérna núna því það eru útgáfutónleikar á Hvammstanga í kvöld. Það verður gaman.
Kíktum aðeins í Hvalsárrétt í gær. Hitti þar fullt af fólki sem maður þekkti vel í gamla daga og kyssti mann og annan. Þetta var voða notalegt og alltaf gaman að vara í réttakaffi þar í gamla skúrnum og sitja við eldgömlu skólaborðin sem hafa þar fengið nýtt hlutverk.
En ekki meira að sinni
Bestu kveðjur Hvalshöfða bóndinn
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf gaman að lesa fréttirnar, hugleiðingarnar og allmenna bullið þitt kæri Hvalshöfðabóndi :D
Knús á þig heillin <3
Kollan (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.