18.6.2012 | 13:29
þannig er nú það
Þjóðhátíðardagurinn ný yfirstaðinn og hversdagsleikinn leikur sitt ljúfasta lag.
Ein kind er enn óborin og er í húsunum ásamt vinkonu sinni. Veit nefnilega ekki með kindur hvort að þeim er ekki nauðsynlegt að hafa félagsskap eins og svo mörgum öðrum lífverum. Kannski hafði ég bara svona mikla samkennd með henni því að í gær fór Róbert í fyrsta túrinn og ég sit hérna ein í kotinu og læt mig dreyma um að vera svakalega dugleg. En einhverra hluta vegna er ég ekki vöknuð af þeim draumi ennþá og sit hér við tölvuna og læt gamminn geisa.
Mér finnst nú yfirleitt ekkert leiðinlegt að vera ein, enda ekki mikið mál að finna sér eitthvað til að hafa fyrir stafni plús það að hafa ferfætta vini sem snerta við sálinni á manni. Ef að það er eitthvað sem mig vantar þá er það rigning og helst mikið af henni. Það er bókstaflega allt að skrælna hérna, grasið horfið af höfðanum og vatnið er í pollum í læknum. Það væri ýkjur að segja að það renni.
En það er um að gera að lifa í núinu og nota tækifærið til annara verka þangað til sprettan glæðist og heyskapur byrjar af fullum krafti.
Ég heyrði í Kela gamla í gær. Hann var frekar hress. Nöldraði samt aðeins yfir því að sonur hans hafði rifið pallinn frá húsinu á Brandagili. " Hann dró þetta frá með traktornum, andskotans vinnubrögð að eyðileggja pallinn ( sem nota bene var örugglega grautfúinn og ónýtur hvort sem var ). Ég sagði við hann að fyrir einhverjum árum hefði hann nú örugglega notað sömu aðferðina. " Nei alls ekki, ég hefði tekið þetta í tveim hlutum " sagði sá gamli. Já en ég er nú samt viss um að þú hefðir notað traktorinn á þetta , sagði ég . Þá skellihló kallinn og kallaði mig helvítið sitt og þá leið mér alveg ljómandi vel .
Það er mælikvarðinn á að Keli sé hress ef að hann getur blótað nokkrum sinnum í frekar stuttu samtali.
Svo er ýmislegt að hlakka til, ég ætla að fara að skrölta um héraðið á klárunum mínum og síðan er Kusuhátíðin um helgina í Borgarfirðinum. Kíkti aðeins þangað í fyrra með Elvar og hann átti setningu kvöldsins, þegar hann hrópaði upp yfir sig í einlægri gleði: Amma!!! Ég fann hundasúrur í kvöldmatinn!!! Þannig að sennilega er betra að hafa meira nesti með ef við förum .
Ég er samt ekki enn komin með neinn landmótsfíling, veit ekki afhverju. En þetta kemur allt í ljós. Svo verður vonandi færi á smá hestaferðum og eitthvað meira gaman.
En ekki meir í bili
Eigiði góða daga og ekki myndi nú spilla fyrir að taka regndansinn, það er holl og góð hreyfing
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk góða góðan pistil að vanda frá þer :)
eg skal safna í poka uuuu meira segja stóran rigningu, herna er skpo alveg meira en NÓ af henni,
regndansinn er ekki stundaður herna nuna
en hafðu það sem best
Kveðja
Jónina Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 13:49
Gaman að sjá að þú sért aftur farinn að „skrifa“. Það er þetta með rigninguna, sjálfsagt aldrei verið þráð eins heitt og núna þó sólbaðs dagarnir hafi ekki verið fleiri en tveir maður verður víst að lifa lengur en í þá tvo daga og nú er nauðsynlegt að fá hressilega rigningu í tvo sólahringa og sól á eftir.
S (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.