Fegurðin er í auga þess sem horfir

Stundum er sagt að fegurðin sé í auga þess sem horfir. Nú eru sjálfsagt einhverjir sem að hugsa um Fjörðinn minn fagra í þessu samhengi og það má svo sem rétt vera. En það er önnur saga.

Í lok maí bar gemlingur hrútlambi sem var ehv bæklað á afturlöppunum og gat engan veginn staðið eða gengið. En lifsviljinn var ótrúlegur og ef að maður hélt undir hann þá drakk hann af krafti og lét engan bilbug á sér finna. Einhverjar rökræður urðu nú á milli okkar hjónanna um þennan einstakling Grin en það verður ekkert rakið hér. Gemlingurinn var bundinn í tvo daga svo hann væri ekki að krafsa lambið í klessu og lambið látið drekka á klst fresti, reyndar læddist nú að mér sú hugsun að þá yrði hann svo feitur og þungur að hann gæti sennilega bara aldrei staðið.Crying. En hann brattaðist með hverjum deginum. Og þegar ég kíkti á hann í morgun þar sem hann skottaðist um stíuna sína, reyndar ennþá dálítið útskeifur á vinstri afturlöppinni ( en hver er það ekki svosem) datt mér í hug þessi speki að fegurðin sé í auga þess sem horfir. Og mamman hans er alveg hjartanlega sammála, í hennar huga er hann fallegasta lamb sem hún hefur séð og ég er ekki frá því að henni finnist ég bara svolítið falleg líka. A.m.k. hnusar hún alltaf af mér blessunin soldið eins og hún sé að segja takk fyrir hjálpina Smile.

En að öðru. Róbert fer í túr þann 18. og er búinn að vera að flikka upp á bílinn, massa hann og bóna þannig að stirnir á hann í sólinni og ég saumaði meira segja nýjar gardínur í apparatið þannig að hann er nú aldeilis stórfínn. Annars gerðist dálítið skemmtilegt um daginn. Róbert var búinn að mixa þessa fínu aukalykla í eðalvagninn, því það var ekki til nema eitt sett, og var nú ekki lítið ánægður með sig , nú og lyklana. En daginn eftir voru þeir bara alveg gjörsamlega horfnir. Hann leitaði út um allt aftur og aftur og allt kom fyrir ekki.

En svo í gær þá voru þeir bara í boxinu sem að þeir áttu allan tíman að hafa verið í og var búið að leita i a.m.k þrisvar sinnum. Ég hló pínulítið. Wink Það er nefnilega stundum eins og einhver fái lánað hjá manni svona dót og skili því svo bara aftur, en maðurinn minn trúir nefnilega alls ekki á svoleiðisTounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjúkk, sá þennan hrússa skakklappast í morgun og fór að óttast að ég þyrfti að sprauta fleiri!! Mikið er ég fegin að ég las þetta blogg! ;)

Elsa (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir

Höfundur

Haddy
Haddy

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband