jæja loksins komin með nýtt blogg

Góðan og blessaðan daginn.

Loksins er ég komin með nýja bloggsíðu, er reyndar búin að hafa hana lengi án þess að hafa hugmynd um þaðLoL, svolítið týbísk ég.

En langt er orðið síðan síðast og ég nenni nú ekki að rekja allt sem á dagana hefur drifið hér. Ástæðan fyrir bloggleysinu er sú að blogcentral lokaði fyrir færslur á hina síðuna vegna lítillar notkunar. Je right, ég var nú að minnsta kosti alltaf að blogga. Enn eru örfáar eðalær óbornar, báru nú samt tvær í morgun. Tillitssamar þessar elskur því að í gær fór ég í starfsmannferð í vinnunni. Við ákváðum að fara nú ekki langt þetta skiptið og fórum á Blönduós og skoðuðum svo Blönduvirkjun. Enduðum svo ferðina á alveg frábæru grillhlaðborði á Gauksmýri. Alveg svakalega góður maturinn hjá þeim.

Í dag erum við Elvar ein í kotinu því að Elsa og Róbert fóru suður í morgun í brúðkaup hjá Katrínu og Gísla. Við tókum hlutverk okkar alvarlega sem bústjórar og vorum í sólbaði megnið af deginum milli þess sem við gáfum og gáðum að fénu og ráðskuðumst með hundana.

En ekki meira að sinni en ég læt nú vafalaust gamminn geisa innan skamms því að tjáningarþörfin hefur magnast upp í bloggleysinu. Eigiði góðar stundir og væri nú gaman að fá smá kvitt til að vita hverjir eru búnir að fatta þessa síðu.

Bestu brúnkukveðjur Hvalshöfðabóndinn


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég las þetta.

Sigrún Dögg Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 19:18

2 identicon

Kvitt, kvitt.

Alltaf gaman að sjá eitthvað frá þér :)

Ragnheiður Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 20:25

3 identicon

Kvitti kvitt, ég er búin að fatta. Flott að hafa bæjarnúmeið, hver veit nema að maður leiki það eftir einhverndaginn, verst að mér finst 2H13 miklu flottara en 14NÞ6 :)

Eyrún Ösp Skúladóttir (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 21:01

4 identicon

Ég er líka búin að fatta og varð voða glöð : )

Árborg (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir

Höfundur

Haddy
Haddy

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband